Vorið kemur bjart og blítt, blána fjalla tindar. Kveða sumar kvæði nýtt kátir sunnanvindar. Ómar kvöldin ljúf og löng lífið allt af gleðisöng. Klæðin grænu foldin fær, fagran sumar skrúða. Blá og hvíta blómið hlær, baðað daggarúða. Ómar kvöldin ljúf og löng lífið allt af gleðisöng.